Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Kári Mímisson skrifar 31. maí 2023 22:48 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira