Ofurparið til Bayern og Glódís fær enn meiri samkeppni Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 15:00 Magdelena Eriksson og Pernille Harder hafa verið afskaplega sigursælar með Chelsea en halda nú til Þýskalands. Getty/Chloe Knott Þýski knattspyrnurisinn Bayern München tilkynnti í dag um mikinn liðsstyrk sem jafnframt mun auka enn samkeppnina fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur í liðinu, fari svo að hún haldi kyrru fyrir hjá Bayern í sumar. Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn. Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg. Bayern Munich pre-season signings (so far): Pernille Harder Magdalena Eriksson Sam Kerr Katharina Naschenweng Alara ehitlerThe transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023 Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020. Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. „Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana. Þýski boltinn Tengdar fréttir „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn. Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg. Bayern Munich pre-season signings (so far): Pernille Harder Magdalena Eriksson Sam Kerr Katharina Naschenweng Alara ehitlerThe transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023 Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020. Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. „Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana.
Þýski boltinn Tengdar fréttir „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00