Hæg rafvæðing hækkar olíuverð Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 1. júní 2023 12:30 Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun