„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2023 13:26 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, er farin inn á fund í húsakynnum ríkissáttasemjara með samninganefndum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í von um nýjan kjarasamning. Vísir/Vilhelm Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25
Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59