Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 14:04 Fiskiskip í Þórshöfn í Færeyjum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Aksel. V Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Viðareiði í dag, að sögn færeyska ríkisfjölmiðilsins Kringvarpsins. Takmörk verða einnig á umlestarnir rússneskra fiskiskipa í Færeyjum. Ákvörðunin er háð samþykki færeyska þingsins. Rússnesk skip hafa umlestað um 400.000 tonnum af fiski sem þau hafa veitt í færeyskri og alþjóðlegri lögsögu í Færeyjum undanfarin ár. Með ákvörðuninni nú fá þau aðeins að umlesta fjórðungi þess, þeim hundrað þúsund tonnum sem þau mega veiða í færeyskri landhelgi. Danska ríkisútvarpið segir að ákvörðunin feli það einnig í sér að ekki megi gera við rússnesk skip í færeyskum höfnum nema í neyðartilfellum Deilt um framhald á áratugagömlum fiskveiðisamningi Þá tilkynnti Johannesen að stjórn hans ætlaði sér að ákveða það fyrir haustið hvort að gagnkvæmur fiskveiðisamningur við Rússland frá 1977 verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Samningurinn hefur veitt Færeyingum heimild til þess að veiða í Barentshafi, aðallega þorsk, en Rússar hafa í staðinn fengið að veiða kolmunna við Færeyjar og umlesta honum þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa raddir gerst háværari um að samningnum verði rift. Deilur hafa staðið um samninginn bæði innan Færeyjar og í Danmörku. Tortryggni Færeyinga í garð Rússa jókst enn eftir að upplýst var í skandinavískri heimildarmynd að tvö rússnesk fiskiskip sem hefðu hringsólað í kringum Færeyjar og lagt að höfnum þar um árabil hafi mögulegt haft óhreint mjöl í pokahorninu. Norskir lögreglumenn fundu meðal annars hertalstöðvar um borð í skipunum þegar þau komu til hafnarbæjarins Kirkenes frá Færeyjum í fyrra. Færeyjar Rússland Sjávarútvegur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Aksel. V Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Viðareiði í dag, að sögn færeyska ríkisfjölmiðilsins Kringvarpsins. Takmörk verða einnig á umlestarnir rússneskra fiskiskipa í Færeyjum. Ákvörðunin er háð samþykki færeyska þingsins. Rússnesk skip hafa umlestað um 400.000 tonnum af fiski sem þau hafa veitt í færeyskri og alþjóðlegri lögsögu í Færeyjum undanfarin ár. Með ákvörðuninni nú fá þau aðeins að umlesta fjórðungi þess, þeim hundrað þúsund tonnum sem þau mega veiða í færeyskri landhelgi. Danska ríkisútvarpið segir að ákvörðunin feli það einnig í sér að ekki megi gera við rússnesk skip í færeyskum höfnum nema í neyðartilfellum Deilt um framhald á áratugagömlum fiskveiðisamningi Þá tilkynnti Johannesen að stjórn hans ætlaði sér að ákveða það fyrir haustið hvort að gagnkvæmur fiskveiðisamningur við Rússland frá 1977 verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Samningurinn hefur veitt Færeyingum heimild til þess að veiða í Barentshafi, aðallega þorsk, en Rússar hafa í staðinn fengið að veiða kolmunna við Færeyjar og umlesta honum þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa raddir gerst háværari um að samningnum verði rift. Deilur hafa staðið um samninginn bæði innan Færeyjar og í Danmörku. Tortryggni Færeyinga í garð Rússa jókst enn eftir að upplýst var í skandinavískri heimildarmynd að tvö rússnesk fiskiskip sem hefðu hringsólað í kringum Færeyjar og lagt að höfnum þar um árabil hafi mögulegt haft óhreint mjöl í pokahorninu. Norskir lögreglumenn fundu meðal annars hertalstöðvar um borð í skipunum þegar þau komu til hafnarbæjarins Kirkenes frá Færeyjum í fyrra.
Færeyjar Rússland Sjávarútvegur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira