„Mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir í undanúrslitunum gegn Arsenal þar sem Wolfsburg hafði að lokum betur eftir mikla spennu. Þjálfari Arsenal hrósaði henni í vikunni. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir leikur á morgun úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, með Wolfsburg gegn Barcelona. Þar gæti hún nýtt ógnarhraða sinn sem heillað hefur meðal annars þjálfara Arsenal. Sveindís kom til Eindhoven í Hollandi í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram á morgun klukkan 14, fyrir framan troðfullan leikvang á fjölmennasta leik í sögu knattspyrnu kvenna í Hollandi. Þeir 34.100 miðar sem voru í boði á leikinn eru löngu uppseldir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauen (@vfl.wolfsburg.frauen) Miðað við frammistöðu Sveindísar að undanförnu, til að mynda gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og gegn Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins, má fastlega gera ráð fyrir því að hún verði í byrjunarliði Wolfsburg á morgun. Hún lagði upp eitt mark og skoraði annað gegn Arsenal, og hlaut hrós í grein sem Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, skrifaði í vikunni fyrir The Guardian. Þar sagði hann einna forvitnilegast að fylgjast með því í úrslitaleiknum hvernig Barcelona ætlaði að eiga við Sveindísi, sem væri einn besti skyndisóknarmaður heims. „Vonandi kemur það á móti Barcelona“ „Mér finnst bara mjög gaman að heyra það. Hann er frábær þjálfari og það er mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi sem birtast mun í nokkrum hlutum í dag og á morgun. En verða skyndisóknirnar, með Sveindísi í broddi fylkingar, vopnið sem Wolfsburg notar til að vinna Barcelona? „Ég hef hraða og ég held að það sé mjög mikið að hjálpa í skyndisóknum. Ég bíð oftast frammi í varnarhornum, en ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er léleg að verjast hornum eða af því að ég er góð í skyndisóknum,“ segir Sveindís hlæjandi. „En mér finnst geggjað að geta notað það sem ég hef að gefa liðinu, þó ég hafi ekki skorað mikið af mörkum sjálf úr skyndisóknum. Vonandi kemur það á móti Barcelona. Það er alla vega geggjað að heyra þetta hrós.“ Klippa: Sveindís um hrós þjálfara Arsenal Sveindís hefur eins og fyrr segir verið mjög áberandi í stórleikjum nú í vor, og hjálpað Wolfsburg að verða þýskur bikarmeistari og komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þó hefur hún ekki spilað eins mikið og hún vildi á allri leiktíðinni en eins og sjá má af þessari syrpu með mörkum Wolfsburg úr Meistaradeildinni þá hefur hún lagt sín lóð á vogarskálarnar. Spilar stóru leikina en vill spila meira „Mér finnst ég búin að vera að spila stóru leikina en samt er ég ekki búin að spila eins mikið og ég hefði viljað. Ég hef ekkert verið að byrja alla leiki en þó komið inn á í flestum. En núna undir lok tímabilsins hef ég verið að spila mikið meira en í byrjun, svo þetta er góður uppgangur. Mér finnst geggjað að fá þessi tækifæri, hef byrjað síðustu leiki og fæ þá vonandi starta úrslitaleikinn. Þá myndi ég segja að ég hafi klárað tímabilið mjög vel,“ segir Sveindís og bætir við: „Ég átti alla vega mjög góðan leik gegn Bayern í bikarnum [Innsk.: skoraði tvö mörk í 5-0 sigri] og eftir þann leik hef ég fengið að spila mikið meira. Það er bara geggjað. Í þessu liði sem ég er í þá þarftu að standa þig vel í leikjum til að fá mínúturnar. Það er ekkert gefið hérna. Við erum með ótrúlega góða sóknarmenn og það er eiginlega galið hvað við erum með mikið af geggjuðum leikmönnum í hópnum. Auðvitað vill maður spila allar mínútur en ég er mjög sátt með það sem ég hef sýnt í þeim leikjum sem ég hef spilað.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Sveindís kom til Eindhoven í Hollandi í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram á morgun klukkan 14, fyrir framan troðfullan leikvang á fjölmennasta leik í sögu knattspyrnu kvenna í Hollandi. Þeir 34.100 miðar sem voru í boði á leikinn eru löngu uppseldir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauen (@vfl.wolfsburg.frauen) Miðað við frammistöðu Sveindísar að undanförnu, til að mynda gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og gegn Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins, má fastlega gera ráð fyrir því að hún verði í byrjunarliði Wolfsburg á morgun. Hún lagði upp eitt mark og skoraði annað gegn Arsenal, og hlaut hrós í grein sem Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, skrifaði í vikunni fyrir The Guardian. Þar sagði hann einna forvitnilegast að fylgjast með því í úrslitaleiknum hvernig Barcelona ætlaði að eiga við Sveindísi, sem væri einn besti skyndisóknarmaður heims. „Vonandi kemur það á móti Barcelona“ „Mér finnst bara mjög gaman að heyra það. Hann er frábær þjálfari og það er mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi sem birtast mun í nokkrum hlutum í dag og á morgun. En verða skyndisóknirnar, með Sveindísi í broddi fylkingar, vopnið sem Wolfsburg notar til að vinna Barcelona? „Ég hef hraða og ég held að það sé mjög mikið að hjálpa í skyndisóknum. Ég bíð oftast frammi í varnarhornum, en ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er léleg að verjast hornum eða af því að ég er góð í skyndisóknum,“ segir Sveindís hlæjandi. „En mér finnst geggjað að geta notað það sem ég hef að gefa liðinu, þó ég hafi ekki skorað mikið af mörkum sjálf úr skyndisóknum. Vonandi kemur það á móti Barcelona. Það er alla vega geggjað að heyra þetta hrós.“ Klippa: Sveindís um hrós þjálfara Arsenal Sveindís hefur eins og fyrr segir verið mjög áberandi í stórleikjum nú í vor, og hjálpað Wolfsburg að verða þýskur bikarmeistari og komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þó hefur hún ekki spilað eins mikið og hún vildi á allri leiktíðinni en eins og sjá má af þessari syrpu með mörkum Wolfsburg úr Meistaradeildinni þá hefur hún lagt sín lóð á vogarskálarnar. Spilar stóru leikina en vill spila meira „Mér finnst ég búin að vera að spila stóru leikina en samt er ég ekki búin að spila eins mikið og ég hefði viljað. Ég hef ekkert verið að byrja alla leiki en þó komið inn á í flestum. En núna undir lok tímabilsins hef ég verið að spila mikið meira en í byrjun, svo þetta er góður uppgangur. Mér finnst geggjað að fá þessi tækifæri, hef byrjað síðustu leiki og fæ þá vonandi starta úrslitaleikinn. Þá myndi ég segja að ég hafi klárað tímabilið mjög vel,“ segir Sveindís og bætir við: „Ég átti alla vega mjög góðan leik gegn Bayern í bikarnum [Innsk.: skoraði tvö mörk í 5-0 sigri] og eftir þann leik hef ég fengið að spila mikið meira. Það er bara geggjað. Í þessu liði sem ég er í þá þarftu að standa þig vel í leikjum til að fá mínúturnar. Það er ekkert gefið hérna. Við erum með ótrúlega góða sóknarmenn og það er eiginlega galið hvað við erum með mikið af geggjuðum leikmönnum í hópnum. Auðvitað vill maður spila allar mínútur en ég er mjög sátt með það sem ég hef sýnt í þeim leikjum sem ég hef spilað.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira