„Það verða margir með Jónsdóttir á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með góðum hópi fólks sem studdi við bakið á henni á Emirates-leikvanginum í Lundúnum þegar Wolfsburg sló Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun. Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira