Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2023 15:44 Ljóstrað hefur verið upp um kynferðisbrot kaþólskra presta í fjölda landa á undanförnum árum. Spánn gengur nú í gegnum sitt eigið uppgjör á syndum kirkjunnar manna. Vísir/Getty Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar. Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar.
Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira