„Gjörsamlega misboðið“ hvernig fólk er haft að fíflum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:50 Myndbandið vakti hörð viðbrögð hjá mörgum og þar á meðal Ingu Sæland, þingmanni og formanni Flokks fólksins. vísir/vilhelm/skjáskot Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, er „gjörsamlega misboðið“ vegna myndbands sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl. Hún segir fólk haft að fíflum með fyrirkomulaginu. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð. Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af. „Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið: „Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“ Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. „Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni: Sorphirða Umhverfismál Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð. Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af. „Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið: „Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“ Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. „Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni:
Sorphirða Umhverfismál Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu