Óvæntar vendingar á Spáni í dag Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 22:30 Fernando Alonso lenti í smá basli á heimavelli á Aston Martin bíl sínum í dag Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Red Bull Racing, verður á rásspól í Spánarkappakstrinum sem fram fer á morgun. Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins. Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins.
Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira