Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 11:00 Hamilton og Russell skullu saman. Vísir/Skjáskot Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti. Akstursíþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti.
Akstursíþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira