Mikið undir í samningaviðræðum dagsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júní 2023 11:36 Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna funduðu þrjá daga í röð í síðustu viku, án árangurs. Mikilvægur fundur hefst klukkan 13 í dag. Vísir BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Ef samningar nást ekki skella á verkföll á morgun. Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig nú undir umfangsmiklar verkfallsaðgerðir. Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira