Mikið undir í samningaviðræðum dagsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júní 2023 11:36 Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna funduðu þrjá daga í röð í síðustu viku, án árangurs. Mikilvægur fundur hefst klukkan 13 í dag. Vísir BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Ef samningar nást ekki skella á verkföll á morgun. Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig nú undir umfangsmiklar verkfallsaðgerðir. Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira