Hugarafl 20 ára Eymundur Eymundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar