Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 20:36 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna, Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00