Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 20:36 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna, Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00