Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:01 Robert Hanssen (í grænu) á teikningu úr dómsal þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir njósnir árið 2002. AP/William Hennessy yngri Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann. Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann.
Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira