Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 18:42 Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla að efla eftirlit með endurvinnslu. Vísir/Vilhelm Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Úrvinnslusjóðs og Sorpu í kjölfar þess að í ljós kom að Smurfit Kappa, endurvinnsluaðili á pappír frá Sorpu, getur ekki endurunnið fernur í sínum vinnsluferlum. Líkt og greint var frá í dag hefur Sorpa ákveðið að láta Stena Recycling, móttökuaðila sinn á endurvinnsluefnum í Svíþjóð, flokka fernur úr blönduðum pappírsstraum Sorpu til að tryggja að fernurnar verði endurunnar. Funduðu með ráðherra Úrvinnslusjóður og Sorpa funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfisfis-, orku- og loftslagsráðherra í dag. Ráðherra gaf frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hann sagðist líta málið alvarlegum augum og að hann myndi boða ábyrga á sinn fund. Á fundinum í dag var ákveðið að Úrvinnslusjóður og Sorpa muni tilnefna óháðan aðila til að fylgjast með framkvæmdinni og staðfesta fullnægjandi endurvinnslu. Þá hefur Úrvinnslusjóður krafið aðra þjónustuaðila, Terra og Íslenska gámafélagið, sem hafa safnað fernum til endurvinnslu, um staðfestingu á því að fullnægjandi endurvinnsla hafi farið fram erlendis. Gert er ráð fyrir að upplýsingar berist á næstu dögum. „Að gefnu tilefni vill Úrvinnslusjóður einnig taka fram að sjóðurinn hefur nýlega endurskoðað skilmála gagnvart þjónustuaðilum sjóðsins í þeim tilgangi að treysta rekjanleika og vitneskju um endanlega ráðstöfun þess úrgangs sem fellur undir sjóðinn og til að efla gagnsæi í starfsemi sjóðsins,“ segir í lok yfirlýsingar. Umhverfismál Sorphirða Sorpa Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Úrvinnslusjóðs og Sorpu í kjölfar þess að í ljós kom að Smurfit Kappa, endurvinnsluaðili á pappír frá Sorpu, getur ekki endurunnið fernur í sínum vinnsluferlum. Líkt og greint var frá í dag hefur Sorpa ákveðið að láta Stena Recycling, móttökuaðila sinn á endurvinnsluefnum í Svíþjóð, flokka fernur úr blönduðum pappírsstraum Sorpu til að tryggja að fernurnar verði endurunnar. Funduðu með ráðherra Úrvinnslusjóður og Sorpa funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfisfis-, orku- og loftslagsráðherra í dag. Ráðherra gaf frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hann sagðist líta málið alvarlegum augum og að hann myndi boða ábyrga á sinn fund. Á fundinum í dag var ákveðið að Úrvinnslusjóður og Sorpa muni tilnefna óháðan aðila til að fylgjast með framkvæmdinni og staðfesta fullnægjandi endurvinnslu. Þá hefur Úrvinnslusjóður krafið aðra þjónustuaðila, Terra og Íslenska gámafélagið, sem hafa safnað fernum til endurvinnslu, um staðfestingu á því að fullnægjandi endurvinnsla hafi farið fram erlendis. Gert er ráð fyrir að upplýsingar berist á næstu dögum. „Að gefnu tilefni vill Úrvinnslusjóður einnig taka fram að sjóðurinn hefur nýlega endurskoðað skilmála gagnvart þjónustuaðilum sjóðsins í þeim tilgangi að treysta rekjanleika og vitneskju um endanlega ráðstöfun þess úrgangs sem fellur undir sjóðinn og til að efla gagnsæi í starfsemi sjóðsins,“ segir í lok yfirlýsingar.
Umhverfismál Sorphirða Sorpa Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira