Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 09:56 Lögregluþjónar við rætur fjallsins sem flugvélin brotlenti á í Virginíu á sunnudaginn. AP/Randall K. Wolf Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira