Lögreglustöðin við Hlemm var tiltölulega nýbyggð en aðalbiðstöðin á Hlemmi átti þó ekki eftir að opna fyrr en árið 1978. Strætisvagnarnir voru af gerðinni Volvo B58, hvítir og grænir á lit. Hallgrímskirkja var enn ekki fullbyggð og landslagið við Austurvöll var allt annað en í dag.
Miranda sjoppan, tískuverslunin Helena, Dairy Queen ísbúðin, Leikfangaland, Speglabúðin, Útvegsbankinn og tískuverslunin Karnabær eru dæmi um staði sem heyra nú allir liðinni tíð.
Ágúst Elí Ágústsson offsett- ljósmyndari og prentari er maðurinn á bak við meðfylgjandi ljósmyndir sem teknar voru í Reykjavík á árunum 1970 til 1973.
„Ég var að læra í Hátúni í Litbrá ehf á þessum tíma og fór oft í matartímanum með nýju myndavélina mína niður Laugaveginn, Canon FTB myndavél, sem kostaði mig mánaðarlaun. Ég bjó á þessum tíma á Njálgötu og þess vegna var stutt í allt myndefnið sem ég tók í miðbænum."























