Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 10:43 Úkraínskir hermenn á skriðdreka í austurhluta landsins. Þetta er ekki Leopard skriðdreki. AP/Iryna Rybakova Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv. 3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023 Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs. Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn. Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt. Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023 Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri. Sapórisjía er mikilvægt hérað Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv. 3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023 Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs. Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn. Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt. Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023 Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri. Sapórisjía er mikilvægt hérað Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01
Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22