Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 11:00 Bjarni Benediktsson segir ekkert óvænt í pípunum varðandi ráðherraskipti. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira