Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2023 13:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu verður lögð niður frá og með 1. ágúst næstkomandi en þar hafa verið fimm staðráðnir starfsmenn og tveir íslenskir erindrekar. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, mun fara til Kaupmannahafnar að sögn utanríkisráðherra. „Við erum ekki að loka en leggjum starfsemina niður. Enda eru forsendur fyrir starfsemi sendiráðs gjörbreyttar þegar pólitísk tengsl eru nánast engin. Viðskiptaleg tengsl eru svo gott sem engin og menningarleg tengsl í algjöru lágmarki. Það þýðir að í þágu gagnkvæmni, sem almennt er farið eftir í þessum diplómatísku samskiptum, að þá gerum við kröfu um að þau minnki sína starfsmemi verulega hér í Reykjavík og sömuleiðis að starfseminni verði ekki stýrt af sendiherra.“ Um tuttugu starfsmenn og erindrekar hafa verið í rússneska sendiráðinu á Íslandi og að sögn Þórdísar dragast umsvifin saman um sjötíu prósent. Þetta verður gert frá og með 1. júlí og mun Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands, fara heim á næstu vikum í samræmi við þessa ákvörðun. „Við slítum ekki stjórnmálasambandi og lokum ekki sendiráðinu en gerum þetta svona í ljósi stöðunnar eins og hún blasir við.“ Starfsemi rússneska sendiráðsins verður takmörkuð verulega hér á landi.Vísir/Vilhelm Rússneska sendiherranum var tilkynnt um þetta í morgun á fundi með utanríkisráðherra. Hvernig tóku Rússar þessu? „Það samtal gekk bara vel,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu verður lögð niður frá og með 1. ágúst næstkomandi en þar hafa verið fimm staðráðnir starfsmenn og tveir íslenskir erindrekar. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, mun fara til Kaupmannahafnar að sögn utanríkisráðherra. „Við erum ekki að loka en leggjum starfsemina niður. Enda eru forsendur fyrir starfsemi sendiráðs gjörbreyttar þegar pólitísk tengsl eru nánast engin. Viðskiptaleg tengsl eru svo gott sem engin og menningarleg tengsl í algjöru lágmarki. Það þýðir að í þágu gagnkvæmni, sem almennt er farið eftir í þessum diplómatísku samskiptum, að þá gerum við kröfu um að þau minnki sína starfsmemi verulega hér í Reykjavík og sömuleiðis að starfseminni verði ekki stýrt af sendiherra.“ Um tuttugu starfsmenn og erindrekar hafa verið í rússneska sendiráðinu á Íslandi og að sögn Þórdísar dragast umsvifin saman um sjötíu prósent. Þetta verður gert frá og með 1. júlí og mun Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands, fara heim á næstu vikum í samræmi við þessa ákvörðun. „Við slítum ekki stjórnmálasambandi og lokum ekki sendiráðinu en gerum þetta svona í ljósi stöðunnar eins og hún blasir við.“ Starfsemi rússneska sendiráðsins verður takmörkuð verulega hér á landi.Vísir/Vilhelm Rússneska sendiherranum var tilkynnt um þetta í morgun á fundi með utanríkisráðherra. Hvernig tóku Rússar þessu? „Það samtal gekk bara vel,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira