Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 14:51 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hitti í dag Henri, sem stendur beint á móti forsetanum, og hefur verið hylltur sem hetja. Á hægri hönd hans er svo Youssouf, sem særðist lítillega en hann reyndi að stöðva árásarmanninn. AP/Denis Balibouse Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“. Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy. Frakkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy.
Frakkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira