Rússneski sendiherrann verði farinn fyrir mánaðamót Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2023 19:21 Dagar Mikahil Noskov í embætti sendiherra Rússlands á Íslandi eru taldir. Grafík/Hjalti Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt þessari ákvörðun utanríkisráðherra verða Rússar að draga úr umsvifum sínum hér í sendiráðinu um 70 prósent fyrir næstu mánaðamót. Íslendingar ætla síðan að loka sendiráðinu í Moskvu fyrir 1. ágúst. Þá krefst utanríkisráðherra þess að rússneska sendiráðinu verði ekki stýrt af sendiherra. Hvorki af Mikahil Noskov núverandi sendiherra né öðrum. Eftir verði aðeins örfáir diplómatar og starfsmenn en í dag eru starfsmenn sendiráðsins um tuttugu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti sendiráði í Moskvu.Stöð 2/Sigurjón „Við teljum einfaldlega eðlilegt með tilliti til þeirrar gagnkvæmni sem almennt á við í diplomatískum samskiptum, að ef við erum með enga starfsemi, leggjum hana niður að minnsta kosti tímabundið, sé eðlilegt að gera kröfu um að sendiráðinu hér sé ekki stýrt af sendiherra. Það leiðir af sér að hann fari aftur heim,“ segir Þórdís Kolbrún. Noskov sendiherra var ansi borubrattur daginn sem Rússar hófu ólöglega innrás sína í Úkraínu hinn 24. febrúar í fyrra. Mikhaíl V. Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi með mynd af leiðtoga sínum á bakvið sig.Stöð 2/Arnar „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna," sagði sendiherrann þegar hann skýrði ástæður hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar eins og Rússar kalla innrásina. Eftir innrásina hefur sendiherrann ítrekað gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega, trúr stefnu Valdimirs Putin forseta. Hann hefur verið kallaður í utanríkisráðuneytið nokkrum sinnum vegna þess. „Við höfum auðvitað tekið ákvörðun í góðum hópi annarra ríkja um að einangra Rússa einis og kostur er á meðan háttsemi þeirra er inni í Úkraínu,“ segir utanríkisráðherra. I thank @ThordisKolbrun for Iceland’s decision to suspend operations of its embassy in Moscow and request Russia to limit the operations of its embassy in Reykjavík. Russia must see that barbarism leads to complete isolation. I encourage other states to follow Iceland’s example.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 9, 2023 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var fljótur að þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir þessa ákvörðun á Twitter í dag. „Rússar yrðu að sjá að villimennska leiddi til einangrunar,“ sagði Kuleba og hvatti aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslendinga. Utanríkisráðherra segir að þetta þýði hins vegar ekki að stjórnmálasambandi ríkjanna hafi verið slitið. „Við alla vega lítum til þess hvaða forsendur almennt eru fyrir því að starfrækja sendiráð. Sem eru þessi pólitísku tengsl, vilji til að viðhalda þeim jafnvel auka þau. Byggja á þeim og svo framvegis. Viðskipti á milli landa og menningarleg tengsl. Ekkert af þessu á einfaldlega við eins og staðan er núna," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sendiráð á Íslandi Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50 Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Samkvæmt þessari ákvörðun utanríkisráðherra verða Rússar að draga úr umsvifum sínum hér í sendiráðinu um 70 prósent fyrir næstu mánaðamót. Íslendingar ætla síðan að loka sendiráðinu í Moskvu fyrir 1. ágúst. Þá krefst utanríkisráðherra þess að rússneska sendiráðinu verði ekki stýrt af sendiherra. Hvorki af Mikahil Noskov núverandi sendiherra né öðrum. Eftir verði aðeins örfáir diplómatar og starfsmenn en í dag eru starfsmenn sendiráðsins um tuttugu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti sendiráði í Moskvu.Stöð 2/Sigurjón „Við teljum einfaldlega eðlilegt með tilliti til þeirrar gagnkvæmni sem almennt á við í diplomatískum samskiptum, að ef við erum með enga starfsemi, leggjum hana niður að minnsta kosti tímabundið, sé eðlilegt að gera kröfu um að sendiráðinu hér sé ekki stýrt af sendiherra. Það leiðir af sér að hann fari aftur heim,“ segir Þórdís Kolbrún. Noskov sendiherra var ansi borubrattur daginn sem Rússar hófu ólöglega innrás sína í Úkraínu hinn 24. febrúar í fyrra. Mikhaíl V. Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi með mynd af leiðtoga sínum á bakvið sig.Stöð 2/Arnar „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna," sagði sendiherrann þegar hann skýrði ástæður hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar eins og Rússar kalla innrásina. Eftir innrásina hefur sendiherrann ítrekað gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega, trúr stefnu Valdimirs Putin forseta. Hann hefur verið kallaður í utanríkisráðuneytið nokkrum sinnum vegna þess. „Við höfum auðvitað tekið ákvörðun í góðum hópi annarra ríkja um að einangra Rússa einis og kostur er á meðan háttsemi þeirra er inni í Úkraínu,“ segir utanríkisráðherra. I thank @ThordisKolbrun for Iceland’s decision to suspend operations of its embassy in Moscow and request Russia to limit the operations of its embassy in Reykjavík. Russia must see that barbarism leads to complete isolation. I encourage other states to follow Iceland’s example.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 9, 2023 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var fljótur að þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir þessa ákvörðun á Twitter í dag. „Rússar yrðu að sjá að villimennska leiddi til einangrunar,“ sagði Kuleba og hvatti aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslendinga. Utanríkisráðherra segir að þetta þýði hins vegar ekki að stjórnmálasambandi ríkjanna hafi verið slitið. „Við alla vega lítum til þess hvaða forsendur almennt eru fyrir því að starfrækja sendiráð. Sem eru þessi pólitísku tengsl, vilji til að viðhalda þeim jafnvel auka þau. Byggja á þeim og svo framvegis. Viðskipti á milli landa og menningarleg tengsl. Ekkert af þessu á einfaldlega við eins og staðan er núna," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sendiráð á Íslandi Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50 Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50
Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16
Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12