Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 12:02 Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af því ef einhverjum er seld vara og það skili sér síðan ekki. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi. Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi.
Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels