Viktor Gísli gekk í raðir Nantes fyrir leiktíðina eftir að verða Danmerkurmeistari með GOG. Hann byrjar veru sína í Frakklandi vel en liðið endaði í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins fjórum stigum minna en meistaralið París Saint-Germian. Viktor Gísli varð svo bikarmeistari eftir öruggan sex marka sigur á liðinu sem endaði í öðru sæti deildarinnar.
Viktor Gísli varði níu skot í leiknum. Spánverjinn Valero Rivera var magnaður í liði Nantes en hann skoraði 11 mörk. Þar á eftir kom Théo Monar með 7 mörk.
24'
— HBCNantes (@HBCNantes) June 10, 2023
On est devant à la marque et ça continue de pousser en tribunes. ( - )
Bien négocier cette fin de mi-temps. #MHBHBCN #UnMurVioletAbercy pic.twitter.com/mrIadejivC
Fréttin hefur verið uppfærð.