Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 08:31 Friðrik var úti í ellefu vikur hjá Nottingham Forest. Hann var aðeins í fríi í sjö daga. Vísir/sigurjón Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira