Semur um vopnahlé við uppreisnarmenn á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 10:38 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á í basli með mjög íhaldssama og umdeilda þingmenn Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, komst í gærkvöldi að samkomulagi við hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa haldið þinginu í gíslingu í viku. Hann fundaði með hópi þingmanna í klukkustund í gær og tilkynnti í kjölfarið að greitt yrði atkvæði um fimm frumvörp og tillögur í þessari viku. Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06