Toto vonar að Hamilton undirriti nýjan samning fyrir næstu keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 14:31 Toto Wolff vonar að Lewis Hamilton verði búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að nú sé það frekar spurning um daga en vikur hvenær sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton muni skrifa undir nýjan samning við liðið. „Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum. Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
„Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum.
Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira