„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 17:19 Sara Martí segir að komi ekki til fjármagns frá ríki eða borg þá loki Tjarnarbíó í september. Aðsent Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. Aðstandendur, starfsfólk og leikarar Tjarnarbíós hafa undanfarið ár reynt að vekja athygli á bágri stöðu Tjarnarbíós. Húsnæðið sé löngu orðið sprungið og komið til ára sinna, tækjabúnaður sé úreltur og þrátt fyrir gríðarlega starfsemi fái leikhúsið ekki nægilega fjármuni til að reka það. Í morgun sendi Sara Martí, leikhússtýra Tjarnarbíós, póst á alla aðila sem tengjast næsta leikári til að greina frá því að leikhúsið muni loka í september og næsta leikár falli því niður. „Þetta er afar sorglegt mál. Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka. Við erum bara að loka sjoppunni. Það er staðan,“ segir Sara aðspurð út í stöðu Tjarnarbíós. „Tjarnarbíó þarf að loka í september ef það kemur ekki aðstoð. Ég get ekki borgað fólki laun eftir fyrsta september og þá fer heilt leikár út í sandinn,“ bætir hún við. Loka í kjölfar metsöluárs Sara segir sviðslistarsenuna löngu sprungna og nánast enginn nema Tjarnarbíó sinni henni. Í þokkabót hafi alli útgjaldaliðir hækkað en rekstrarstyrkurinn sem leikhúsið fær staðið í stað. „Laun eru búin að hækka, aðföng eru búin að hækka. Það er allt búið að hækka svo mikið fyrir okkur. Þó við séum að koma eftir metsöluár, aldrei gengið betur og aldrei fleiri áhorfendur, þá er þetta raunveruleikinn okkar.“ „Senan okkar er löngu orðin allt of stór, það er fullt af sviðslistafólki sem vantar pláss. Nú eru þetta ekki bara leikhópar heldur líka danshópar, uppistandarar og sketsa-show. Það er endalaust af fólki sem vantar svið og við erum bara ein eftir sem erum að sinna þessu.“ „Þannig ef ríki og borg vilja hafa menningu hérna á sviði þá þurfa þau að gera eitthvað til þess að hafa það þannig,“ segir Sara. „Við erum búin að vera í samskiptum við Reykjavíkurborg og það síðasta sem ég heyrði var Við getum ekki hjálpað, getum ekki komið með skitnar sjö milljónir til að hjálpa okkur út árið. Hvað þá allt hitt sem ég þarf til að reka starfsemina almennilega.“ „Og það heyrist ekki píp frá ríkinu þó það sé búið að senda minnisblað þangað,“ segir Sara. Áralöng vanræksla Tjarnarbíó hefur undanfarin ár verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra leikhópa á landinu. Aðeins lítill hluti styrkhafa úr sviðslistasjóði komast að í stóru leikhúsunum og því hefur Tjarnarbíó verið þeirra heimavöllur. Hvernig hefur húsið verið rekið hingað til? „Með rekstrarstyrk sem við fáum frá Reykjavíkurborg. Hann er 22 milljónir en hann dugar ekki til að borga þessi fjögur stöðugildi sem við erum með í húsi,“ segir Sara. „Af því húsið er orðið svo gamalt þurfum við endalaust að eyða peningum okkar í að kaupa eitthvað sem við ættum ekki að borga.“ „Það er búið að vanrækja húsið og senuna í ógeðslega langan tíma að nú erum við komin á þennan stað. Annað hvort gerir einhver eitthvað eða þetta fer svona. Af því við erum búin að gera svo sannarlega allt,“ segir hún. Hús Tjarnarbíós var reist árið 1913. Tjarnarbíó Leikhúsið löngu sprungið Sara segir Tjarnarbíó hafa verið troðfyllt á síðasta leikári af leikhópum en þrátt fyrir það þá mun húsið þurfa að loka. „Ég tók 40 leikhópa inn í hús í vetur. Það hefur aldrei verið tekið svona mikið inn. Við keyrðum okkur út, allt starfsfólkið þ.e. við fjögur,“ segir hún. „Það eru 40 leikhópar á þessu eina sviði á meðan það eru minna en 40 á öllum þremur sviðunum í Þjóðleikhúsinu og öllum þremur sviðunum í Borgarleikhúsinu. Þú getur ímyndað þér fjöldann. Við erum með starfsemi á milli 9 og 16 á daginn, þá eru æfingar. Svo klukkan 16 kemur hópurinn sem er að sýna um kvöldið. Svona er skiptingin alla dag.“ Þannig þetta er alveg troðið? „Já, biddu fyrir þér. Ég hef ekki átt eitt laust kvöld árið.“ „En í morgun þurfti ég að senda póst á fólkið sem tengist leikárinu til að útskýra stöðuna, að við værum að loka ef ekkert kæmi til,“ segir Sara. Þessi póstur í morgun, var hann fyrsta opinberlega tilkynningin um lokunina? „Já, ég er búin að reyna að halda þessu að mér eins lengi og ég get. En ég get ekki dregið þetta lengur, fólk þarf að gera plön.“ Milljónir muni tapast Lokun Tjarnarbíós mun þýða að fjöldi sviðslistarhópa verður munaðarlaus á næsta leikári og tugir milljóna sem hefur verið deilt út í hagkerfið muni tapast. En þetta mun ekki bara þýða lokun staðarins heldur einnig að fjöldi leikhópa eru munaðarlausir eða hvað? „Já, það þýðir að fullt af milljónum sem hefur verið deilt út í sviðslistahagkerfið sem verða að engu. Þannig þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta er ekki bara Háskólabíó að loka, þetta er hagkerfi þrjú hundruð sviðslistafólks. Það eru hundruð manna sem vinna þarna.“ En þetta strandar þá á rekstrarstyrknum, hefur hann ekki hækkað í takt við vísitölu? „Síðustu áramót var gerður nýr samningur. Hann var ekki hækkaður í takt við vísitölu, við báðum um hækkun sem nam henni. Þá hefði þetta kannski bjargast fyrir horn. En aftur, þetta hefði bara bjargast fyrir horn, við hefðum ekki að náð að sinna öllu því sem við viljum gera fyrir senuna. En það kom ekki.“ „Við vorum að krossa fingur að góða gengi hússins myndi kannski bjarga þessu en það dugar ekki til,“ segir Sara. „Nú erum við komin á þennan stað að það verður að koma eitthvað frá borginni eða ríkinu. Eins og ég nefni er þetta svo mikill tittlingaskítur að við teljum ekki einu sinni inn í framlag borgarinnar til menningarmála. Við erum 0,0 prósent af heildarfjárlögum til menningarmála. Þetta er svo rosa lítið í stóra samhenginu til að bjarga heilli senu. Þetta eru ekki einu sinni tvö stöðugildi,“ segir hún. Hún sendir að lokum út ákall til allra hlutaðeigandi, menningarmálaráðherra, borgarstjóra og sviðsstjóra menningarmálaráðs. Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Aðstandendur, starfsfólk og leikarar Tjarnarbíós hafa undanfarið ár reynt að vekja athygli á bágri stöðu Tjarnarbíós. Húsnæðið sé löngu orðið sprungið og komið til ára sinna, tækjabúnaður sé úreltur og þrátt fyrir gríðarlega starfsemi fái leikhúsið ekki nægilega fjármuni til að reka það. Í morgun sendi Sara Martí, leikhússtýra Tjarnarbíós, póst á alla aðila sem tengjast næsta leikári til að greina frá því að leikhúsið muni loka í september og næsta leikár falli því niður. „Þetta er afar sorglegt mál. Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka. Við erum bara að loka sjoppunni. Það er staðan,“ segir Sara aðspurð út í stöðu Tjarnarbíós. „Tjarnarbíó þarf að loka í september ef það kemur ekki aðstoð. Ég get ekki borgað fólki laun eftir fyrsta september og þá fer heilt leikár út í sandinn,“ bætir hún við. Loka í kjölfar metsöluárs Sara segir sviðslistarsenuna löngu sprungna og nánast enginn nema Tjarnarbíó sinni henni. Í þokkabót hafi alli útgjaldaliðir hækkað en rekstrarstyrkurinn sem leikhúsið fær staðið í stað. „Laun eru búin að hækka, aðföng eru búin að hækka. Það er allt búið að hækka svo mikið fyrir okkur. Þó við séum að koma eftir metsöluár, aldrei gengið betur og aldrei fleiri áhorfendur, þá er þetta raunveruleikinn okkar.“ „Senan okkar er löngu orðin allt of stór, það er fullt af sviðslistafólki sem vantar pláss. Nú eru þetta ekki bara leikhópar heldur líka danshópar, uppistandarar og sketsa-show. Það er endalaust af fólki sem vantar svið og við erum bara ein eftir sem erum að sinna þessu.“ „Þannig ef ríki og borg vilja hafa menningu hérna á sviði þá þurfa þau að gera eitthvað til þess að hafa það þannig,“ segir Sara. „Við erum búin að vera í samskiptum við Reykjavíkurborg og það síðasta sem ég heyrði var Við getum ekki hjálpað, getum ekki komið með skitnar sjö milljónir til að hjálpa okkur út árið. Hvað þá allt hitt sem ég þarf til að reka starfsemina almennilega.“ „Og það heyrist ekki píp frá ríkinu þó það sé búið að senda minnisblað þangað,“ segir Sara. Áralöng vanræksla Tjarnarbíó hefur undanfarin ár verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra leikhópa á landinu. Aðeins lítill hluti styrkhafa úr sviðslistasjóði komast að í stóru leikhúsunum og því hefur Tjarnarbíó verið þeirra heimavöllur. Hvernig hefur húsið verið rekið hingað til? „Með rekstrarstyrk sem við fáum frá Reykjavíkurborg. Hann er 22 milljónir en hann dugar ekki til að borga þessi fjögur stöðugildi sem við erum með í húsi,“ segir Sara. „Af því húsið er orðið svo gamalt þurfum við endalaust að eyða peningum okkar í að kaupa eitthvað sem við ættum ekki að borga.“ „Það er búið að vanrækja húsið og senuna í ógeðslega langan tíma að nú erum við komin á þennan stað. Annað hvort gerir einhver eitthvað eða þetta fer svona. Af því við erum búin að gera svo sannarlega allt,“ segir hún. Hús Tjarnarbíós var reist árið 1913. Tjarnarbíó Leikhúsið löngu sprungið Sara segir Tjarnarbíó hafa verið troðfyllt á síðasta leikári af leikhópum en þrátt fyrir það þá mun húsið þurfa að loka. „Ég tók 40 leikhópa inn í hús í vetur. Það hefur aldrei verið tekið svona mikið inn. Við keyrðum okkur út, allt starfsfólkið þ.e. við fjögur,“ segir hún. „Það eru 40 leikhópar á þessu eina sviði á meðan það eru minna en 40 á öllum þremur sviðunum í Þjóðleikhúsinu og öllum þremur sviðunum í Borgarleikhúsinu. Þú getur ímyndað þér fjöldann. Við erum með starfsemi á milli 9 og 16 á daginn, þá eru æfingar. Svo klukkan 16 kemur hópurinn sem er að sýna um kvöldið. Svona er skiptingin alla dag.“ Þannig þetta er alveg troðið? „Já, biddu fyrir þér. Ég hef ekki átt eitt laust kvöld árið.“ „En í morgun þurfti ég að senda póst á fólkið sem tengist leikárinu til að útskýra stöðuna, að við værum að loka ef ekkert kæmi til,“ segir Sara. Þessi póstur í morgun, var hann fyrsta opinberlega tilkynningin um lokunina? „Já, ég er búin að reyna að halda þessu að mér eins lengi og ég get. En ég get ekki dregið þetta lengur, fólk þarf að gera plön.“ Milljónir muni tapast Lokun Tjarnarbíós mun þýða að fjöldi sviðslistarhópa verður munaðarlaus á næsta leikári og tugir milljóna sem hefur verið deilt út í hagkerfið muni tapast. En þetta mun ekki bara þýða lokun staðarins heldur einnig að fjöldi leikhópa eru munaðarlausir eða hvað? „Já, það þýðir að fullt af milljónum sem hefur verið deilt út í sviðslistahagkerfið sem verða að engu. Þannig þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta er ekki bara Háskólabíó að loka, þetta er hagkerfi þrjú hundruð sviðslistafólks. Það eru hundruð manna sem vinna þarna.“ En þetta strandar þá á rekstrarstyrknum, hefur hann ekki hækkað í takt við vísitölu? „Síðustu áramót var gerður nýr samningur. Hann var ekki hækkaður í takt við vísitölu, við báðum um hækkun sem nam henni. Þá hefði þetta kannski bjargast fyrir horn. En aftur, þetta hefði bara bjargast fyrir horn, við hefðum ekki að náð að sinna öllu því sem við viljum gera fyrir senuna. En það kom ekki.“ „Við vorum að krossa fingur að góða gengi hússins myndi kannski bjarga þessu en það dugar ekki til,“ segir Sara. „Nú erum við komin á þennan stað að það verður að koma eitthvað frá borginni eða ríkinu. Eins og ég nefni er þetta svo mikill tittlingaskítur að við teljum ekki einu sinni inn í framlag borgarinnar til menningarmála. Við erum 0,0 prósent af heildarfjárlögum til menningarmála. Þetta er svo rosa lítið í stóra samhenginu til að bjarga heilli senu. Þetta eru ekki einu sinni tvö stöðugildi,“ segir hún. Hún sendir að lokum út ákall til allra hlutaðeigandi, menningarmálaráðherra, borgarstjóra og sviðsstjóra menningarmálaráðs.
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira