Farþegar bátarins eru sagðir hafa verið um þrjú hundruð talsins. Margir þeirra voru á leið heim úr brúðkaupi í Egboti-þorpi í Níger þegar slysið átti sér stað.
Lögregluþjónn í Kpada-þorpi, sem staðsett er nálægt slysstaðnum, staðfestir við CNN að rúmlega fimmtíu manns hafi lifað slysið af. Björgunaraðgerðir standi enn yfir en líklega séu þeir sem ekki hafa fundist látnir.