Ert þú atvinnurekandi? Viltu benda mér á eitthvað sem betur má fara? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 14. júní 2023 07:31 Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun