Frelsið kemur að utan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2023 08:32 Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun