Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.
EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023
Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar.
Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga.
Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda.
Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei.
Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023
Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla.