Bjarni tilkynnir væntanleg ráðherraskipti á sunnudag Heimir Már Pétursson skrifar 15. júní 2023 12:07 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt ekki tókst að koma breytingum á lögreglulögum og frumvörpum um sameiningu héraðsdómstóla og sýslumannsembætta í gegn á Alþingi á vorþingi. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er búist við að Jón Gunnarsson láti af embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður flokksins á Suðurlandi komi inn í ríkisstjórn í hans stað. Guðrún Hafsteinsdóttir kemur úr Suðurkjördæmi þar sem lengi hefur verið þrýst á innan Sjálfstæðisflokksins að kjördæmið fengi ráðherra.Vísir/Vilhelm Núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við af fyrri stjórn hennar með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hinn 28. nóvember árið 2021. Þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra aðbreytingar yrðu á ráðherraskipan flokksins að 18 mánuðum liðnum. Þá kæmi Guðrún Hafsteinsdóttir í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan tíu á mánudagsmorgun þar sem boðuð ráðherraskipti fara væntanlega fram. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að stefnt sé að þingflokksfundi á sunnudag en verst allra frétta um dagskrá fundarins. Bjarni hefur hins vegar ítrekað sagt í fjölmiðlum að fyrri áætlun hans um að Guðrún Hafsteinsdóttir komi í ríkisstjórn á miðju kjörtímabili standi. Þá var ekki annað að heyra á Jóni Gunnarssyni eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Muntu sjá eftir því að fara úr dómsmálaráðuneytinu ef sú verður raunin? Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kemur úr Suðvesturkjördæmi, sama kjördæmi og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.Sigurjón Ólason „Já, já það er alltaf eftirsjá fyrir þann sem er í pólitík að hverfa úr þessu. Við erum að mörgu leyti úti í miðri á en svona er bara pólitíkin stundum. Það verður bara að koma í ljós hver ákvörðun þingflokks og formanns í flokknum verður í þessum efnum.“ Og þú munt styðja hans tillögu hver sem hún verður? „Já, það er nú vaninn í okkar flokki að formaður kemur með tillögu sem þingflokkurinn samþykkir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Formenn flokka halda yfirleitt þétt að sér spilunum áður en þeir leggja tillögur um ráðherraskipan fyrir í þingflokkum sínum og Bjarni Benediktsson hefur ekki verið nein undantekning á því. Þótt líklegt verði að teljast að Jón og Guðrún hafi vistaskipti er hins vegar ekki hægt að útiloka að Bjarni skáki einnig ráðherrum sínum til á milli embætta, eða geri aðrar breytingar. Það kemur allt í ljós eftir þingflokksfundinn á sunnudag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02 Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir kemur úr Suðurkjördæmi þar sem lengi hefur verið þrýst á innan Sjálfstæðisflokksins að kjördæmið fengi ráðherra.Vísir/Vilhelm Núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við af fyrri stjórn hennar með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hinn 28. nóvember árið 2021. Þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra aðbreytingar yrðu á ráðherraskipan flokksins að 18 mánuðum liðnum. Þá kæmi Guðrún Hafsteinsdóttir í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan tíu á mánudagsmorgun þar sem boðuð ráðherraskipti fara væntanlega fram. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að stefnt sé að þingflokksfundi á sunnudag en verst allra frétta um dagskrá fundarins. Bjarni hefur hins vegar ítrekað sagt í fjölmiðlum að fyrri áætlun hans um að Guðrún Hafsteinsdóttir komi í ríkisstjórn á miðju kjörtímabili standi. Þá var ekki annað að heyra á Jóni Gunnarssyni eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Muntu sjá eftir því að fara úr dómsmálaráðuneytinu ef sú verður raunin? Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kemur úr Suðvesturkjördæmi, sama kjördæmi og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.Sigurjón Ólason „Já, já það er alltaf eftirsjá fyrir þann sem er í pólitík að hverfa úr þessu. Við erum að mörgu leyti úti í miðri á en svona er bara pólitíkin stundum. Það verður bara að koma í ljós hver ákvörðun þingflokks og formanns í flokknum verður í þessum efnum.“ Og þú munt styðja hans tillögu hver sem hún verður? „Já, það er nú vaninn í okkar flokki að formaður kemur með tillögu sem þingflokkurinn samþykkir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Formenn flokka halda yfirleitt þétt að sér spilunum áður en þeir leggja tillögur um ráðherraskipan fyrir í þingflokkum sínum og Bjarni Benediktsson hefur ekki verið nein undantekning á því. Þótt líklegt verði að teljast að Jón og Guðrún hafi vistaskipti er hins vegar ekki hægt að útiloka að Bjarni skáki einnig ráðherrum sínum til á milli embætta, eða geri aðrar breytingar. Það kemur allt í ljós eftir þingflokksfundinn á sunnudag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02 Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19
Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02
Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31