Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 16:00 Sæunn segir að Hopp ætli sér að bæta íslenskan leigubílamarkað. Vísir Framkvæmdastjóri Hopp leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Tilefnið eru ummæli Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, sem sagði í gær að hann teldi Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp leigubíla rangtúlka nýleg lög um leigubíla. Sæunn hafði sagt í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin stöðvarskylda væri við lýði ennþá, nú mættu allir vinna með öllum. Haraldur sagði Sæunni rangtúlka lögin. Rekstrarleyfishöfum beri að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Ég er ekki að túlka lögin á rangan hátt. Gamla löggjöfin skyldaði meðal annars leyfishafa til að hafa leigubílaakstur sem meginatvinnu og að viðkomandi sé tengdur leigubílastöð. Nýju lögin veita það frelsi að þú getir starfað sem rekstrarleyfishafi fyrir þig sjálfan, þú getur rekið einn bíl eða fleiri og síðan geturðu starfað fyrir aðrar leigubílastöðvar,“ segir Sæunn í samtali við Vísi. Hún segir að Hopp leigubílar hafi fengið tilskilin leyfi frá Samgöngustofu til leigubílareksturs og leggur áherslu á að fyrirtækið komi ekki inn á markaðinn með skætingi eða til þess að skaða markaðinn heldur til að bæta hann. „Með Hopp appinu keyra leigubílstjórar sem eru með leyfi á fleiri en einni stöð og það má. Túlkunin snýst um að það er ekki takmörkun og stöðvarskylda en þú mátt hins vegar vera á fleiri en einni stöð en þú mátt líka vera sjálfstætt starfandi, sem í rauninni eru þau öll.“ Markmiðið að bæta markaðinn Sæunn rifjar upp að breytingar á lögum á leigubílamarkaði hafi verið gerðar eftir að stjórnvöld voru áminnt fyrir samningsbrot gegn EES samningnum vegna þáverandi lagaumhverfis á leigubílamarkaði. „Fyrri löggjöf hamlaði úthlutun á atvinnuleyfum og krafðist þess að viðkomandi væri tengdur leigubílastöð. Það er grunnurinn að þeim breytingum sem voru gerðar vegna þess að slíkar hamlanir og takmarkanir eiga ekki heima í deilihagkerfi. Það er okkar markmið að deila og nýta og koma fólki á milli staða með betra skipulagi en áður hefur sést, með okkar Hopp tækni.“ Aðspurð hvort hún hafi skoðun á því að Hreyfill leyfi sínum bílstjórum ekki að skrá sig hjá Hopp segir Sæunn: „Má það? Það væri gaman ef það færi fram einhver umræða um það.“ Vísir hefur sent Samgöngustofu fyrirspurn vegna málsins. Fjöldi bílstjóra frá öðrum leigubílafyrirtækjum 50 leigubílstjórar hafa skráð sig hjá Hopp. Framkvæmdastjóri Hreyfils sagði við mbl.is í gær að enginn þeirra bílstjóra væri frá fyrirtækinu. Spurð hvaðan þeir koma segir Sæunn: „Leigubílstjórarnir sem keyra með Hopp eru bæði sjálfstætt skráðir rekstrarleyfishafar hjá Samgöngustofu og þeir eru að vinna fyrir aðrar leigubílastöðvar eins og City Taxi og Taxi Service og eru atvinnuleysishafar sem starfa undir okkar rekstrarleyfi. Það eru nefnilega fleiri stöðvar til en bara Hreyfill,“ segir Sæunn. „En svo fer þetta líka eftir því hvort þú sért að keyra á mæli eða með fyrirframákveðnu gjaldi. Þar liggur munur sem mikilvægt er að minnast á en með Hopp appinu eiga sér einungis stað rafræn viðskipti. Hopp heldur úti þeirri gagnaöflun sem Samgöngustofa setur skilyrði um til að hafa starfsleyfi og til þess þarf góðan tæknibúnað.“ Hún segir leigubílstjóra geta unnið með þá tækni sem þeir kjósi, líkt og Hopp í þessu tilviki. Og keyra þá líka áfram undir merkjum hinna fyrirtækjanna? „Já. Svo eru þau bara á ferðinni og grípa ferðirnar þegar þær koma. Við vitum líka sem er að hugbúnaðurinn okkar á eftir að ná langt því hann er svo hagkvæmur fyrir leigubílstjóra og nýtnin svo mikil. Tæknin eykur nýtinguna og bílstjórinn fær aðra ferð til baka þegar hann fer eitthvert og þarf ekki endilega að keyra með tóman bíl til baka til að sækja einhvern annan.“ Enn of margar hindranir Þá segir Sæunn að stjórnvöld hafi lagt upp með að markmiðið með breytingum á löggjöf um leigubílaakstur væri að auka hlutfall leigubílstjóra í hlutastarfi. „Það er til að mynda risastórt atriði sem þarf að ræða að það eru enn of miklar hömlur á því að einstaklingar geti sinnt þessu starfi í hlutastarfi,“ segir Sæunn og nefnir námið sem til þarf og tryggingamál. „Þar eru tryggingar sérstaklega fyrirferðamiklar vegna þess að tryggingafélögin hafa ekki verið að grípa boltann og breyta umhverfinu þannig að hægt sé að nýta bíla í hlutastarfi undir leigubílaakstur en verð á iðgjöldum er gríðarlega hátt.“ Neytendur Leigubílar Tækni Tengdar fréttir Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37 Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, sem sagði í gær að hann teldi Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp leigubíla rangtúlka nýleg lög um leigubíla. Sæunn hafði sagt í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin stöðvarskylda væri við lýði ennþá, nú mættu allir vinna með öllum. Haraldur sagði Sæunni rangtúlka lögin. Rekstrarleyfishöfum beri að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Ég er ekki að túlka lögin á rangan hátt. Gamla löggjöfin skyldaði meðal annars leyfishafa til að hafa leigubílaakstur sem meginatvinnu og að viðkomandi sé tengdur leigubílastöð. Nýju lögin veita það frelsi að þú getir starfað sem rekstrarleyfishafi fyrir þig sjálfan, þú getur rekið einn bíl eða fleiri og síðan geturðu starfað fyrir aðrar leigubílastöðvar,“ segir Sæunn í samtali við Vísi. Hún segir að Hopp leigubílar hafi fengið tilskilin leyfi frá Samgöngustofu til leigubílareksturs og leggur áherslu á að fyrirtækið komi ekki inn á markaðinn með skætingi eða til þess að skaða markaðinn heldur til að bæta hann. „Með Hopp appinu keyra leigubílstjórar sem eru með leyfi á fleiri en einni stöð og það má. Túlkunin snýst um að það er ekki takmörkun og stöðvarskylda en þú mátt hins vegar vera á fleiri en einni stöð en þú mátt líka vera sjálfstætt starfandi, sem í rauninni eru þau öll.“ Markmiðið að bæta markaðinn Sæunn rifjar upp að breytingar á lögum á leigubílamarkaði hafi verið gerðar eftir að stjórnvöld voru áminnt fyrir samningsbrot gegn EES samningnum vegna þáverandi lagaumhverfis á leigubílamarkaði. „Fyrri löggjöf hamlaði úthlutun á atvinnuleyfum og krafðist þess að viðkomandi væri tengdur leigubílastöð. Það er grunnurinn að þeim breytingum sem voru gerðar vegna þess að slíkar hamlanir og takmarkanir eiga ekki heima í deilihagkerfi. Það er okkar markmið að deila og nýta og koma fólki á milli staða með betra skipulagi en áður hefur sést, með okkar Hopp tækni.“ Aðspurð hvort hún hafi skoðun á því að Hreyfill leyfi sínum bílstjórum ekki að skrá sig hjá Hopp segir Sæunn: „Má það? Það væri gaman ef það færi fram einhver umræða um það.“ Vísir hefur sent Samgöngustofu fyrirspurn vegna málsins. Fjöldi bílstjóra frá öðrum leigubílafyrirtækjum 50 leigubílstjórar hafa skráð sig hjá Hopp. Framkvæmdastjóri Hreyfils sagði við mbl.is í gær að enginn þeirra bílstjóra væri frá fyrirtækinu. Spurð hvaðan þeir koma segir Sæunn: „Leigubílstjórarnir sem keyra með Hopp eru bæði sjálfstætt skráðir rekstrarleyfishafar hjá Samgöngustofu og þeir eru að vinna fyrir aðrar leigubílastöðvar eins og City Taxi og Taxi Service og eru atvinnuleysishafar sem starfa undir okkar rekstrarleyfi. Það eru nefnilega fleiri stöðvar til en bara Hreyfill,“ segir Sæunn. „En svo fer þetta líka eftir því hvort þú sért að keyra á mæli eða með fyrirframákveðnu gjaldi. Þar liggur munur sem mikilvægt er að minnast á en með Hopp appinu eiga sér einungis stað rafræn viðskipti. Hopp heldur úti þeirri gagnaöflun sem Samgöngustofa setur skilyrði um til að hafa starfsleyfi og til þess þarf góðan tæknibúnað.“ Hún segir leigubílstjóra geta unnið með þá tækni sem þeir kjósi, líkt og Hopp í þessu tilviki. Og keyra þá líka áfram undir merkjum hinna fyrirtækjanna? „Já. Svo eru þau bara á ferðinni og grípa ferðirnar þegar þær koma. Við vitum líka sem er að hugbúnaðurinn okkar á eftir að ná langt því hann er svo hagkvæmur fyrir leigubílstjóra og nýtnin svo mikil. Tæknin eykur nýtinguna og bílstjórinn fær aðra ferð til baka þegar hann fer eitthvert og þarf ekki endilega að keyra með tóman bíl til baka til að sækja einhvern annan.“ Enn of margar hindranir Þá segir Sæunn að stjórnvöld hafi lagt upp með að markmiðið með breytingum á löggjöf um leigubílaakstur væri að auka hlutfall leigubílstjóra í hlutastarfi. „Það er til að mynda risastórt atriði sem þarf að ræða að það eru enn of miklar hömlur á því að einstaklingar geti sinnt þessu starfi í hlutastarfi,“ segir Sæunn og nefnir námið sem til þarf og tryggingamál. „Þar eru tryggingar sérstaklega fyrirferðamiklar vegna þess að tryggingafélögin hafa ekki verið að grípa boltann og breyta umhverfinu þannig að hægt sé að nýta bíla í hlutastarfi undir leigubílaakstur en verð á iðgjöldum er gríðarlega hátt.“
Neytendur Leigubílar Tækni Tengdar fréttir Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37 Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37
Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01