Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið Alexandra Briem skrifar 16. júní 2023 15:00 Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Borgarstjórn Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar