„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 20:08 Allir fjórir viðskiptavinir Costco sem fréttastofa ræddi við voru ánægð með að Costco væri byrjað að selja áfengi í netverslun. Stöð 2/Dúi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís. Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís.
Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03