Fyrr í vikunni sagðist Costner eiga í erfiðleikum með að fá fyrrverandi eiginkonu sína, Christine Baumgartner, til að flytja út úr 19 milljarða króna húsinu þeirra en Baumgartner fór fram á skilnað við leikarann.
Insider greindi frá. John Rydell, lögmaður Baumgartner, segir Costner ekki hafa lagalega heimild til þess að vísa börnum þeirra á dyr. Börnin eru þrettán, fjórtán og fimmtán ára.
Baumgartner segir heimili þeirra eina heimilið sem börnin þekkja.
TMZ greindi í vikunni frá því að Baumgartner hafi verið gert að yfirgefa heimilið þrjátíu dögum eftir að skilnaðarpappírum var skilað. Þeim var skilað 1. maí en Baumgartner virðist enn ekki flutt út.