Vinsælasta tónlistarkona heims hætt að halda tónleika? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2023 16:00 Miley Cyrus í góðum félagsskap Lil Nas X og Elton John. Sá síðarnefndi er um þessar mundir að halda kveðjutónleika fyrir aðdáendur sína víða um heim og heldur t.a.m. ferna tónleika í París undir lok mánaðarins. Miley Cyrus kann að hafa haldið sína kveðjutónleika nú þegar. Emma McIntyre/Getty Images Vinsælasta tónlistarkona heims ætlar ekki að halda neina tónleika á næstu misserum og kannski aldrei framar. Æ fleiri tónlistarmenn aflýsa nú tónleikum sínum vegna þess hversu mikið álag það er á andlega heilsu þeirra. Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir. Tónlist Menning Hollywood Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir.
Tónlist Menning Hollywood Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira