Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2023 07:00 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“ Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“
Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira