Keyrði með fugl fastan í bremsubúnaði stóran hluta keppninnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 09:01 Max Verstappen keyrði stóran hluta kanadíska kappakstursins með fugl fastan í bremsubúnaði. Minas Panagiotakis/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að keyra með óvæntan laumufarþega er hann tryggði Red Bull liðinu sinn hundraðasta sigur í Formúlu 1 í gær. Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“ Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira