Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 12:46 Ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni en ekki er víst að ráðherratíð hennar verði löng, nú hriktir í samstarfinu sem aldrei fyrr. vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira