Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 16:36 Teitur Björn, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um bann við hvalveiðum vera reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína. vísir/vilhelm/sjálfstæðisflokkurinn Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22