„Útlendingamálin“ - stór vandamálapakki? Toshiki Toma skrifar 21. júní 2023 06:00 Undanfarna daga hefur eins konar áróður einkennst í umræðu stjórnandi fólks í þjóðfélaginu. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýorðinn dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV í kjölfar embættistökunnar: „Kerfi útlendingamála sé komið að þolmörkum.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kvartaði yfir afgreiðslu „útlendingamála“ á alþingi og sagði: „Við höfum misst tökin á þessum málaflokki þannig að kostnaðurinn við að sinna þessum málaflokki er algjörlega farinn upp úr þakinu og það er óásættanlegt.“ Sama dag og ráðherraskiptin fóru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar í Kastljós og töluðu ýmsa erfiðleika í kringum „útlendingamálin.“ Þau nefndu til dæmis skort á húsnæði, of mikil útgjöld vegna móttöku flóttafólks, mikið álag fyrir starfsfólk í skólum jafnt sem íslensk börn vegna samveru við útlensk börn eða almenna óánægju bæjarbúa. „Útlendingamál“ er mjög óljóst orð að mínu mati og sérhver manneskja mun túlka þetta orð eftir eigin geðþótta. Samt er eitt sem umræðan á sameiginlegt og það er hinn neikvæði blær sem umlykur hana. Eftir því sem ég las og hlustaði meira langar mig aðeins að telja upp hvaða atriði felast í orðinu ,,útlendingamál" í umræðunni. 1. Of mikil útgjöld fyrir ríki og sveitarfélög vegna móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd (hælisleitendur). 2. Skortur á húsnæði. 3. Skortur á rými í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. 4. Of mikið vinnuálag í skólakerfi höfuðborgarsvæðisins vegna móttöku erlendra barna. 5. Almenn ónægja íbúa gagnvart sambýli við hælisleitendur í ákveðnum hverfum og bæjum. Það geta verið fleiri atriði sem koma til greina en þessi eru þau helstu í umræðunni núna. Þá virðist miðpunktur „útlendingamála“ vera tilvist fjölmargra hælisleitenda sem annað hvort eru að bíða eftir kennitölu sem og þeim sem þegar eru búnir að fá hana. Allt eru þetta atriði sem við þurfum að viðurkenna og við verðum að fjalla um viðbrögð við þeim, bæði almennilega og málefnalega. Það er sannarlega mikilvægt að leggja áherslu á það að við fjallum um atriðin „almennilega og málefnalega.“ Ég ætla ekki að fara ítarlega í þessi atriði í þessari stuttu grein, en ég vil ég setja fram tvo grundvallarpunkta sem varða öll ofangreind atriði. Fyrri punkturinn er, og við skulum ekki gleyma því, að helmingur hælisleitenda sem kom hingað til lands á árið 2022 og á þessu ári til loka aprílmánaðar eru frá Úkraínu og ástæða fjölgunar þeirra er innrás Rússlands í Úkraínu. Úkraínskt fólk kaus ekki sjálft að verða á flótta, það neyddist einfaldlega til þess. Innrásin er einnig ein ástæða verðbólgu hér á landi jafnt sem víðar í heiminum sem aftur hefur gríðarlega mikil áhrif á útgjöld ríkis og sveitafélaga almennt sem og heimilin. Útgjöldin jukust ekki síst í málefnum flóttafólks. Ísland lýsti því formlega yfir að styðja Úkraínu í hennar baráttu, og raunar er það líka álag sem Íslendingar ákvaðu að axla með því að taka á móti fólki sem var á flótta eða að þola verðbólgu. Innrásin var gerð af landi í Evrópu á land í Evrópu, sem er í næsta nágrenni við Ísland og önnur ríki í heimsálfunni. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og Ísland getur ekki vikist undan ábyrgð. Mig langar einnig að setja fram annan punkt sérstaklega og raunar finnst mér sá punktur eigi að vera forsenda heildarumræðu um málefni flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar samþykkti samning um réttarstöðu flóttamanna árið 1951 og í dag telst aðildarríki 149. Þar á meðal er Ísland. Kjarni samningsins er að aðildarríkin viðurkenna tilvist flóttafólks og þá skyldu sína til að veita flóttafólki vernd. Ýmsar nánari reglugerðir fylgja þar um en kjarninn er þessi. Sérhvert ríki er með eigið móttökukerfi flóttafólks og stundum er það sameiginlega við önnur ríki. ! En kjarni hér er veita vernd við fólk sem á skilið hana. Aldrei má gleymast þetta kjarni. Ef þessi kjarni gleymist, þá mun kerfi um vernd flóttafólks verða að gagnslausum hlut eða jafnvel kúgunarkerfi gegn fólki á flótta sem aðeins hindar það í að komast inn í landið sitt og útilokar það. Mikilvægast er að skoða með réttlæti og sanngirni hvort umsækjandi nokkur um alþjóðlega vernd eigi skilið að fá þá vernd eða ekki. Það ferli tekur ákveðinn tíma og kostar vinnu og peninga. Við getum rætt um að bæta núverandi móttökukerfi og búa til betra. En kjarninn má aldrei týnast. Okkur vantar frekari umræðu fyrir sérhvert atriði sem ég taldi upp. Við þurfum að halda umræðunni almennilega á lofti og ekki síst er mikilvægt að hún sé málefnaleg. Ég óska þess stjórnendur í þjóðfélaginu hætti að búa til óljóst hugtak eins og „útlendingamál“ þar sem alls konar þjóðfélagslegum vandamálum er pakkað inn eins og það látið axla ábyrgð eingöngu á útlendingum eða hælisleitendum. Rósa, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sagði nokkrum sinnum í Kastljósi: „Við skulum læra af reynslu hinna Norðurlandanna.“ Já, við skulum læra þá heimsku að aðgreina útlendinga eins og óæskilega stétt og saka þá um uppruna alls konar óþæginda í samfélaginu. Slíkt skapar meira vandamál en leysir engin. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Toshiki Toma Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur eins konar áróður einkennst í umræðu stjórnandi fólks í þjóðfélaginu. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýorðinn dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV í kjölfar embættistökunnar: „Kerfi útlendingamála sé komið að þolmörkum.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kvartaði yfir afgreiðslu „útlendingamála“ á alþingi og sagði: „Við höfum misst tökin á þessum málaflokki þannig að kostnaðurinn við að sinna þessum málaflokki er algjörlega farinn upp úr þakinu og það er óásættanlegt.“ Sama dag og ráðherraskiptin fóru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar í Kastljós og töluðu ýmsa erfiðleika í kringum „útlendingamálin.“ Þau nefndu til dæmis skort á húsnæði, of mikil útgjöld vegna móttöku flóttafólks, mikið álag fyrir starfsfólk í skólum jafnt sem íslensk börn vegna samveru við útlensk börn eða almenna óánægju bæjarbúa. „Útlendingamál“ er mjög óljóst orð að mínu mati og sérhver manneskja mun túlka þetta orð eftir eigin geðþótta. Samt er eitt sem umræðan á sameiginlegt og það er hinn neikvæði blær sem umlykur hana. Eftir því sem ég las og hlustaði meira langar mig aðeins að telja upp hvaða atriði felast í orðinu ,,útlendingamál" í umræðunni. 1. Of mikil útgjöld fyrir ríki og sveitarfélög vegna móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd (hælisleitendur). 2. Skortur á húsnæði. 3. Skortur á rými í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. 4. Of mikið vinnuálag í skólakerfi höfuðborgarsvæðisins vegna móttöku erlendra barna. 5. Almenn ónægja íbúa gagnvart sambýli við hælisleitendur í ákveðnum hverfum og bæjum. Það geta verið fleiri atriði sem koma til greina en þessi eru þau helstu í umræðunni núna. Þá virðist miðpunktur „útlendingamála“ vera tilvist fjölmargra hælisleitenda sem annað hvort eru að bíða eftir kennitölu sem og þeim sem þegar eru búnir að fá hana. Allt eru þetta atriði sem við þurfum að viðurkenna og við verðum að fjalla um viðbrögð við þeim, bæði almennilega og málefnalega. Það er sannarlega mikilvægt að leggja áherslu á það að við fjallum um atriðin „almennilega og málefnalega.“ Ég ætla ekki að fara ítarlega í þessi atriði í þessari stuttu grein, en ég vil ég setja fram tvo grundvallarpunkta sem varða öll ofangreind atriði. Fyrri punkturinn er, og við skulum ekki gleyma því, að helmingur hælisleitenda sem kom hingað til lands á árið 2022 og á þessu ári til loka aprílmánaðar eru frá Úkraínu og ástæða fjölgunar þeirra er innrás Rússlands í Úkraínu. Úkraínskt fólk kaus ekki sjálft að verða á flótta, það neyddist einfaldlega til þess. Innrásin er einnig ein ástæða verðbólgu hér á landi jafnt sem víðar í heiminum sem aftur hefur gríðarlega mikil áhrif á útgjöld ríkis og sveitafélaga almennt sem og heimilin. Útgjöldin jukust ekki síst í málefnum flóttafólks. Ísland lýsti því formlega yfir að styðja Úkraínu í hennar baráttu, og raunar er það líka álag sem Íslendingar ákvaðu að axla með því að taka á móti fólki sem var á flótta eða að þola verðbólgu. Innrásin var gerð af landi í Evrópu á land í Evrópu, sem er í næsta nágrenni við Ísland og önnur ríki í heimsálfunni. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og Ísland getur ekki vikist undan ábyrgð. Mig langar einnig að setja fram annan punkt sérstaklega og raunar finnst mér sá punktur eigi að vera forsenda heildarumræðu um málefni flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar samþykkti samning um réttarstöðu flóttamanna árið 1951 og í dag telst aðildarríki 149. Þar á meðal er Ísland. Kjarni samningsins er að aðildarríkin viðurkenna tilvist flóttafólks og þá skyldu sína til að veita flóttafólki vernd. Ýmsar nánari reglugerðir fylgja þar um en kjarninn er þessi. Sérhvert ríki er með eigið móttökukerfi flóttafólks og stundum er það sameiginlega við önnur ríki. ! En kjarni hér er veita vernd við fólk sem á skilið hana. Aldrei má gleymast þetta kjarni. Ef þessi kjarni gleymist, þá mun kerfi um vernd flóttafólks verða að gagnslausum hlut eða jafnvel kúgunarkerfi gegn fólki á flótta sem aðeins hindar það í að komast inn í landið sitt og útilokar það. Mikilvægast er að skoða með réttlæti og sanngirni hvort umsækjandi nokkur um alþjóðlega vernd eigi skilið að fá þá vernd eða ekki. Það ferli tekur ákveðinn tíma og kostar vinnu og peninga. Við getum rætt um að bæta núverandi móttökukerfi og búa til betra. En kjarninn má aldrei týnast. Okkur vantar frekari umræðu fyrir sérhvert atriði sem ég taldi upp. Við þurfum að halda umræðunni almennilega á lofti og ekki síst er mikilvægt að hún sé málefnaleg. Ég óska þess stjórnendur í þjóðfélaginu hætti að búa til óljóst hugtak eins og „útlendingamál“ þar sem alls konar þjóðfélagslegum vandamálum er pakkað inn eins og það látið axla ábyrgð eingöngu á útlendingum eða hælisleitendum. Rósa, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sagði nokkrum sinnum í Kastljósi: „Við skulum læra af reynslu hinna Norðurlandanna.“ Já, við skulum læra þá heimsku að aðgreina útlendinga eins og óæskilega stétt og saka þá um uppruna alls konar óþæginda í samfélaginu. Slíkt skapar meira vandamál en leysir engin. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun