Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2023 16:02 Þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, 17 ára og búsettir í Hornafirði, eru fyrstu kjósendur yngri en 18 ára í almennum kosningum. hornafjörður Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu. Við breytingu á sveitarstjórnarlögum frá 2022 tók gildi ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að samþykkja að 16 ára og eldri mega kjósa í íbúakosningum. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að ungmennaráð Hornafjarðar hafi haldið skuggakosningar frá árinu 2016 og því séu ungir kjósendur öllu vanir. „Við mættum og ætluðum að skila seðli inn á bæjarskrifstofu. Við vorum ekki búnir undir þetta en vorum spurðir hvort við ætluðum að nýta kosningaréttinn og vissum ekki mikið. Þarna kynntum við okkur einhverja pappíra og kusum um hvort það eigi byggja eða ekki. Þetta var svolítið skrýtið,“ segir Ingólfur Vigfússon, annar ungu kjósendanna í samtali við fréttastofu. Hann, ásamt Maríusi Mána, vinnur í málningarþjónustu á Vík í sumar. „Mér finnst þetta alveg skynsamlegt. Til dæmis með mig, sem mun búa hérna í framtíðinni, mig langar kannski ekkert að láta byggja þarna.“ Treystirðu jafnöldrum þínum til að kjósa og taka upplýsta ákvörðun? „Já ég myndi alveg treysta þeim, svona flestum.“ Ingólfur segist líka vel að búa á Höfn í Hornafirði og nýtur friðsældarinnar í náttúrunni. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu og stefnir á iðnnám í höfuðborginni að námi loknu. Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Við breytingu á sveitarstjórnarlögum frá 2022 tók gildi ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að samþykkja að 16 ára og eldri mega kjósa í íbúakosningum. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að ungmennaráð Hornafjarðar hafi haldið skuggakosningar frá árinu 2016 og því séu ungir kjósendur öllu vanir. „Við mættum og ætluðum að skila seðli inn á bæjarskrifstofu. Við vorum ekki búnir undir þetta en vorum spurðir hvort við ætluðum að nýta kosningaréttinn og vissum ekki mikið. Þarna kynntum við okkur einhverja pappíra og kusum um hvort það eigi byggja eða ekki. Þetta var svolítið skrýtið,“ segir Ingólfur Vigfússon, annar ungu kjósendanna í samtali við fréttastofu. Hann, ásamt Maríusi Mána, vinnur í málningarþjónustu á Vík í sumar. „Mér finnst þetta alveg skynsamlegt. Til dæmis með mig, sem mun búa hérna í framtíðinni, mig langar kannski ekkert að láta byggja þarna.“ Treystirðu jafnöldrum þínum til að kjósa og taka upplýsta ákvörðun? „Já ég myndi alveg treysta þeim, svona flestum.“ Ingólfur segist líka vel að búa á Höfn í Hornafirði og nýtur friðsældarinnar í náttúrunni. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu og stefnir á iðnnám í höfuðborginni að námi loknu.
Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira