Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 14:31 Eftir að hafa eytt miklu í leikmann á borð við Mykhailo Mudryk og Enzo Fernandez [til vinstri] þarf félagið að selja leikmenn á borð við Kai Havertz [til hægri]. Skiptir engu hvort það er til Arsenal eða Sádi-Arabíu. Ryan Pierse/Getty Images Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Sjá meira
PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Sjá meira