Óttast að Gísli Þorgeir verði frá í að minnsta kosti sex mánuði og EM gæti verið í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 09:59 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið gegn Barcelona. Marius Becker/Getty Images Bennet Wiegert, þjálfari Evrópumeistara Magdeburgar, óttast að íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson verði frá næsta hálfa árið eða svo eftir að leikmaðurinn fór úr axlarlið í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en sneri aftur og hjálpaði liðinu að verða Evrópumeistari. Gísli Þorgeir var stór ástæða þess að Magdeburg fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni. Eftir að hafa meiðst illa á öxl í undanúrslitum gegn Barcelona var ekki talið líklegt að hann myndi taka þátt í úrslitaleiknum gegn Kielce. Hinn 23 ára gamli Gísli Þorgeir var svo valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar en hann spilaði úrslitaleikinn aðeins degi eftir að hafa farið úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum. Þjálfarinn ekki bjartsýnn Í dag birtist viðtal við Wiegert í þýska dagblaðinu Bild. Þar segist þjálfarinn vonast til þess að Gísli Þorgeir komist í aðgerð í næstu viku. Wiegert tekur einnig fram að leikmaðurinn ráði hvar og hjá hverjum hann fari í aðgerð. Wiegert tekur fram að Magdeburg viti ekki hversu lengi Gísli Þorgeir verði frá keppni en hann telur þó að um hálft ár sé að ræða. Það komi í ljós eftir aðgerðina. Fari svo að Gísli Þorgeir verði frá keppni í sex mánuði þá er hann ekki að koma til baka fyrr en Evrópumótið í Þýskalandi hefst í janúar næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Gísli Þorgeir var stór ástæða þess að Magdeburg fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni. Eftir að hafa meiðst illa á öxl í undanúrslitum gegn Barcelona var ekki talið líklegt að hann myndi taka þátt í úrslitaleiknum gegn Kielce. Hinn 23 ára gamli Gísli Þorgeir var svo valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar en hann spilaði úrslitaleikinn aðeins degi eftir að hafa farið úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum. Þjálfarinn ekki bjartsýnn Í dag birtist viðtal við Wiegert í þýska dagblaðinu Bild. Þar segist þjálfarinn vonast til þess að Gísli Þorgeir komist í aðgerð í næstu viku. Wiegert tekur einnig fram að leikmaðurinn ráði hvar og hjá hverjum hann fari í aðgerð. Wiegert tekur fram að Magdeburg viti ekki hversu lengi Gísli Þorgeir verði frá keppni en hann telur þó að um hálft ár sé að ræða. Það komi í ljós eftir aðgerðina. Fari svo að Gísli Þorgeir verði frá keppni í sex mánuði þá er hann ekki að koma til baka fyrr en Evrópumótið í Þýskalandi hefst í janúar næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. 21. júní 2023 07:30
Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13