„Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2023 11:18 Ef Eyjólfur ætti Costco-kort þá væri hann búinn að klippa það. Hann segir áfengissölu verslunarinnar stangast á við áfengislög og refsa eigi fyrir lögbrot, þannig virki kerfið einfaldlega. vísir/vilhelm Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það. „Er ekki með Costco kort til að klippa,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann væri búinn að gera nákvæmlega það. En Eyjólfur birti mynd af sundurklipptu aðildarkorti að versluninni. Ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á áfengislögum Eins og fram hefur komið hefur Costco gripið til þess að selja áfengi í verslun sinni í Garðabæ. Samhliða heyrast fréttir af því að aðrar smávöruverslanir svo sem Hagkaup og Nettó séu að undirbúa það hið sama. Þingmaðurinn fylgist í forundran með þessum vendingum, sem hann telur óforsvaranlegar. „Það var ekkert að breytast í áfengislöggjöfinni, sem gerir þessa sölu löglega. Vefverslun með áfengi er smásala með áfengi. Ríkið er með einkaleyfi til sölu áfengis. EES viðurkennir það,“ segir þingmaðurinn. Eyjólfur bendir á að ekkert nýtt sé við það á Íslandi að áfengi sé selt í fjarsölu samkvæmt pöntun. „Áfengi var selt áratugum saman í gegnum síma á landsbyggðinni og sótt á pósthús. Engin munur er á pöntun í gegnum vefinn og síma. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu. Eyjólfur furðar sig á aðgerðarleysinu við því sem hann telur augljóst lögbrot. Ef hann ætti í einhverjum samskiptum við Costco þá væri þeim samskiptum lokið. Eyjólfur segir engan þingmeirihluta á Alþingi fyrir svona breytingu á áfengislögum. „Þá er farið í svona lögleysu enda um milljarða viðskipti að ræða. Okkar lög og löggjöf annarra norrænna ríkja -DK byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. Þau hafa ekki breyst.“ En hvað viltu sjá gert? „Já, það er einmitt það, þetta er stórfurðulegt. Samt dæmigert fyrir vinnubrögðin. Ef ekki er þingmeirihluti fyrir breytingum þá er grafið undan núverandi kerfi.“ Um að ræða klárt lögbrot Eyjólfur vill að staðinn verði vörður um núverandi kerfi – einkaleyfi ríkisins – sem hann segir að hafi reynst vel hér og á Norðurlöndunum öllum að undanskildri Danmörk, sem er nær meginlandskúltúrnum. „Ef fyrirtæki brjóta gegn einkaleyfi ríkisins þá tel ég það vera lögbrot,“ segir Eyjólfur og vísar í áfengislög. „Menn hafa þóst séð gat í löggjöfinni í lögum um gjald af áfengi, minnir mig. Það er galið. Engin breyting hefur orðið hvað varðar einkaleyfið. Það segir meðal annarra framsögumaður frumvarpsins, sjálfur Davíð Oddsson.“ Eyjólfur telur einsýnt að verið sé að brjóta áfengislögin og refsa eigi fyrir það líkt og við önnur lögbrot. „Þannig virkar kerfið.“ Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Costco Flokkur fólksins Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01 „Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08 Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Er ekki með Costco kort til að klippa,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann væri búinn að gera nákvæmlega það. En Eyjólfur birti mynd af sundurklipptu aðildarkorti að versluninni. Ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á áfengislögum Eins og fram hefur komið hefur Costco gripið til þess að selja áfengi í verslun sinni í Garðabæ. Samhliða heyrast fréttir af því að aðrar smávöruverslanir svo sem Hagkaup og Nettó séu að undirbúa það hið sama. Þingmaðurinn fylgist í forundran með þessum vendingum, sem hann telur óforsvaranlegar. „Það var ekkert að breytast í áfengislöggjöfinni, sem gerir þessa sölu löglega. Vefverslun með áfengi er smásala með áfengi. Ríkið er með einkaleyfi til sölu áfengis. EES viðurkennir það,“ segir þingmaðurinn. Eyjólfur bendir á að ekkert nýtt sé við það á Íslandi að áfengi sé selt í fjarsölu samkvæmt pöntun. „Áfengi var selt áratugum saman í gegnum síma á landsbyggðinni og sótt á pósthús. Engin munur er á pöntun í gegnum vefinn og síma. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu. Eyjólfur furðar sig á aðgerðarleysinu við því sem hann telur augljóst lögbrot. Ef hann ætti í einhverjum samskiptum við Costco þá væri þeim samskiptum lokið. Eyjólfur segir engan þingmeirihluta á Alþingi fyrir svona breytingu á áfengislögum. „Þá er farið í svona lögleysu enda um milljarða viðskipti að ræða. Okkar lög og löggjöf annarra norrænna ríkja -DK byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. Þau hafa ekki breyst.“ En hvað viltu sjá gert? „Já, það er einmitt það, þetta er stórfurðulegt. Samt dæmigert fyrir vinnubrögðin. Ef ekki er þingmeirihluti fyrir breytingum þá er grafið undan núverandi kerfi.“ Um að ræða klárt lögbrot Eyjólfur vill að staðinn verði vörður um núverandi kerfi – einkaleyfi ríkisins – sem hann segir að hafi reynst vel hér og á Norðurlöndunum öllum að undanskildri Danmörk, sem er nær meginlandskúltúrnum. „Ef fyrirtæki brjóta gegn einkaleyfi ríkisins þá tel ég það vera lögbrot,“ segir Eyjólfur og vísar í áfengislög. „Menn hafa þóst séð gat í löggjöfinni í lögum um gjald af áfengi, minnir mig. Það er galið. Engin breyting hefur orðið hvað varðar einkaleyfið. Það segir meðal annarra framsögumaður frumvarpsins, sjálfur Davíð Oddsson.“ Eyjólfur telur einsýnt að verið sé að brjóta áfengislögin og refsa eigi fyrir það líkt og við önnur lögbrot. „Þannig virkar kerfið.“
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Costco Flokkur fólksins Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01 „Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08 Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01
„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51