„Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2023 11:18 Ef Eyjólfur ætti Costco-kort þá væri hann búinn að klippa það. Hann segir áfengissölu verslunarinnar stangast á við áfengislög og refsa eigi fyrir lögbrot, þannig virki kerfið einfaldlega. vísir/vilhelm Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það. „Er ekki með Costco kort til að klippa,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann væri búinn að gera nákvæmlega það. En Eyjólfur birti mynd af sundurklipptu aðildarkorti að versluninni. Ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á áfengislögum Eins og fram hefur komið hefur Costco gripið til þess að selja áfengi í verslun sinni í Garðabæ. Samhliða heyrast fréttir af því að aðrar smávöruverslanir svo sem Hagkaup og Nettó séu að undirbúa það hið sama. Þingmaðurinn fylgist í forundran með þessum vendingum, sem hann telur óforsvaranlegar. „Það var ekkert að breytast í áfengislöggjöfinni, sem gerir þessa sölu löglega. Vefverslun með áfengi er smásala með áfengi. Ríkið er með einkaleyfi til sölu áfengis. EES viðurkennir það,“ segir þingmaðurinn. Eyjólfur bendir á að ekkert nýtt sé við það á Íslandi að áfengi sé selt í fjarsölu samkvæmt pöntun. „Áfengi var selt áratugum saman í gegnum síma á landsbyggðinni og sótt á pósthús. Engin munur er á pöntun í gegnum vefinn og síma. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu. Eyjólfur furðar sig á aðgerðarleysinu við því sem hann telur augljóst lögbrot. Ef hann ætti í einhverjum samskiptum við Costco þá væri þeim samskiptum lokið. Eyjólfur segir engan þingmeirihluta á Alþingi fyrir svona breytingu á áfengislögum. „Þá er farið í svona lögleysu enda um milljarða viðskipti að ræða. Okkar lög og löggjöf annarra norrænna ríkja -DK byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. Þau hafa ekki breyst.“ En hvað viltu sjá gert? „Já, það er einmitt það, þetta er stórfurðulegt. Samt dæmigert fyrir vinnubrögðin. Ef ekki er þingmeirihluti fyrir breytingum þá er grafið undan núverandi kerfi.“ Um að ræða klárt lögbrot Eyjólfur vill að staðinn verði vörður um núverandi kerfi – einkaleyfi ríkisins – sem hann segir að hafi reynst vel hér og á Norðurlöndunum öllum að undanskildri Danmörk, sem er nær meginlandskúltúrnum. „Ef fyrirtæki brjóta gegn einkaleyfi ríkisins þá tel ég það vera lögbrot,“ segir Eyjólfur og vísar í áfengislög. „Menn hafa þóst séð gat í löggjöfinni í lögum um gjald af áfengi, minnir mig. Það er galið. Engin breyting hefur orðið hvað varðar einkaleyfið. Það segir meðal annarra framsögumaður frumvarpsins, sjálfur Davíð Oddsson.“ Eyjólfur telur einsýnt að verið sé að brjóta áfengislögin og refsa eigi fyrir það líkt og við önnur lögbrot. „Þannig virkar kerfið.“ Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Costco Flokkur fólksins Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01 „Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08 Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
„Er ekki með Costco kort til að klippa,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann væri búinn að gera nákvæmlega það. En Eyjólfur birti mynd af sundurklipptu aðildarkorti að versluninni. Ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á áfengislögum Eins og fram hefur komið hefur Costco gripið til þess að selja áfengi í verslun sinni í Garðabæ. Samhliða heyrast fréttir af því að aðrar smávöruverslanir svo sem Hagkaup og Nettó séu að undirbúa það hið sama. Þingmaðurinn fylgist í forundran með þessum vendingum, sem hann telur óforsvaranlegar. „Það var ekkert að breytast í áfengislöggjöfinni, sem gerir þessa sölu löglega. Vefverslun með áfengi er smásala með áfengi. Ríkið er með einkaleyfi til sölu áfengis. EES viðurkennir það,“ segir þingmaðurinn. Eyjólfur bendir á að ekkert nýtt sé við það á Íslandi að áfengi sé selt í fjarsölu samkvæmt pöntun. „Áfengi var selt áratugum saman í gegnum síma á landsbyggðinni og sótt á pósthús. Engin munur er á pöntun í gegnum vefinn og síma. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu. Eyjólfur furðar sig á aðgerðarleysinu við því sem hann telur augljóst lögbrot. Ef hann ætti í einhverjum samskiptum við Costco þá væri þeim samskiptum lokið. Eyjólfur segir engan þingmeirihluta á Alþingi fyrir svona breytingu á áfengislögum. „Þá er farið í svona lögleysu enda um milljarða viðskipti að ræða. Okkar lög og löggjöf annarra norrænna ríkja -DK byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. Þau hafa ekki breyst.“ En hvað viltu sjá gert? „Já, það er einmitt það, þetta er stórfurðulegt. Samt dæmigert fyrir vinnubrögðin. Ef ekki er þingmeirihluti fyrir breytingum þá er grafið undan núverandi kerfi.“ Um að ræða klárt lögbrot Eyjólfur vill að staðinn verði vörður um núverandi kerfi – einkaleyfi ríkisins – sem hann segir að hafi reynst vel hér og á Norðurlöndunum öllum að undanskildri Danmörk, sem er nær meginlandskúltúrnum. „Ef fyrirtæki brjóta gegn einkaleyfi ríkisins þá tel ég það vera lögbrot,“ segir Eyjólfur og vísar í áfengislög. „Menn hafa þóst séð gat í löggjöfinni í lögum um gjald af áfengi, minnir mig. Það er galið. Engin breyting hefur orðið hvað varðar einkaleyfið. Það segir meðal annarra framsögumaður frumvarpsins, sjálfur Davíð Oddsson.“ Eyjólfur telur einsýnt að verið sé að brjóta áfengislögin og refsa eigi fyrir það líkt og við önnur lögbrot. „Þannig virkar kerfið.“
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Costco Flokkur fólksins Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01 „Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08 Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01
„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51