Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis. Fundurinn fer fram kl. 11:00 og stendur yfir í klukkutíma. Verður hann opinn fréttamönnum.
Ákvörðun Svandísar hefur reynst afar umdeild og kallaði Teitur Björn Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi meðal annars eftir því að nefndin kæmi saman vegna hennar.
Ásamt Svandísi verða gestir fundarins Ása Þórhildur Þórðardóttir, Ásgerður Snævarr, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kári Gautason frá matvælaráðuneytinu.