Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2023 17:41 Hannes Heimisson, sendiherra, afhendir Selenskí Úkraínuforseta trúnaðarbréf sitt. Stjórnarráðið Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Athöfnin fór fram við kirkju heilagrar Soffíu í Kænugarði. Að henni lokinni átti Hannes tvíhliða fund með forsetanum þar sem þeir ræddu um söguleg tengsl Íslands og Úkraínu og mikilvægi samstöðu með Úkraínu gagnvart innrásarstríðinu. Ísland muni styðja við málstað Úkraínu Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hannes hafi borið Úkraínuforseta kveðju íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar og hann hafi lýsti aðdáun á hugrekki Úkraínumanna gegn innrás Rússlands. Einnig greindi hann frá því að mikil samstaða væri á Íslandi um stuðning við Úkraínu. Þá greindi Hannes frá því á fundi þeirra að Ísland myndi leggja áherslu á að styrkja samskipti við Úkraínu á næstu árum, taka þátt í að styðja varnarbaráttu landsins og uppbyggingu og styðja áfram við Úkraínu með framlögum í tengslum við varnir landsins og mannúðarmál. Þessu til viðbótar sagði hann Ísland muni leggja áherslu á að styðja við málstað Úkraínu með pólitískum hætti ásamt því að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landanna. Þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn Í tilkynningu á vef úkraínskra stjórnvalda kemur fram að Zelensky hafi þakkað Íslandi fyrir stuðning við Úkraínu. Óskaði hann Íslandi til hamingju með formennsku í Evrópuráðinu og nýafstaðin leiðtogafund í Reykjavík. Í því samhengi tiltók hann sérstaklega stofnun tjónaskrárinnar sem er liður í að draga Rússland til ábyrgðar fyrir þann skaða sem innrás þeirra hefur valdið. Ísland opnaði sendiráð í Póllandi á síðasta ári en auk Póllands eru Búlgaría, Rúmenía og Úkraína í umdæmi sendiráðsins. Áður var Úkraína á meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Helsinki. Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur Hannes formlega hafið störf sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Sendiherrar fjögurra annarra ríkja gagnvart Úkraínu afhentu trúnaðarbréf í sömu athöfn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Athöfnin fór fram við kirkju heilagrar Soffíu í Kænugarði. Að henni lokinni átti Hannes tvíhliða fund með forsetanum þar sem þeir ræddu um söguleg tengsl Íslands og Úkraínu og mikilvægi samstöðu með Úkraínu gagnvart innrásarstríðinu. Ísland muni styðja við málstað Úkraínu Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hannes hafi borið Úkraínuforseta kveðju íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar og hann hafi lýsti aðdáun á hugrekki Úkraínumanna gegn innrás Rússlands. Einnig greindi hann frá því að mikil samstaða væri á Íslandi um stuðning við Úkraínu. Þá greindi Hannes frá því á fundi þeirra að Ísland myndi leggja áherslu á að styrkja samskipti við Úkraínu á næstu árum, taka þátt í að styðja varnarbaráttu landsins og uppbyggingu og styðja áfram við Úkraínu með framlögum í tengslum við varnir landsins og mannúðarmál. Þessu til viðbótar sagði hann Ísland muni leggja áherslu á að styðja við málstað Úkraínu með pólitískum hætti ásamt því að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landanna. Þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn Í tilkynningu á vef úkraínskra stjórnvalda kemur fram að Zelensky hafi þakkað Íslandi fyrir stuðning við Úkraínu. Óskaði hann Íslandi til hamingju með formennsku í Evrópuráðinu og nýafstaðin leiðtogafund í Reykjavík. Í því samhengi tiltók hann sérstaklega stofnun tjónaskrárinnar sem er liður í að draga Rússland til ábyrgðar fyrir þann skaða sem innrás þeirra hefur valdið. Ísland opnaði sendiráð í Póllandi á síðasta ári en auk Póllands eru Búlgaría, Rúmenía og Úkraína í umdæmi sendiráðsins. Áður var Úkraína á meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Helsinki. Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur Hannes formlega hafið störf sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Sendiherrar fjögurra annarra ríkja gagnvart Úkraínu afhentu trúnaðarbréf í sömu athöfn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira